Kerrupróf lýsing á námi:
Próf með kerru gefur þér réttindi til að draga kerru, fellihýsi, hjólhýsi, hestakerru eða aðrar tegundir eftirvagna þyngri en 750 kg. aftan í bifreið 3500 kg. eða minni B-réttindi.
Til að öðlast kerruréttindi þarf viðkomandi að vera orðinn 18 ára og hafa fullgild ökuréttindi.
Fyrsta skrefið er að skrá sig í nám (hlekkur hér á síðuni). Skólinn sendir viðkomandi reikning og gerir kröfu í banka. Síðan er næsta skref að sækja um ökuskírteini /nýjan flokk ökuréttinda hjá sýslumanni BE - réttindi. Umsóknarblað má hlaða niður hér.
Ef mynd á Ökuskírteini er orðin gömul þarf ný mynd að fylgja með umsókn. Ekki þarf læknisvottorð.
Námið kostar kr. 70,000.- Að auki þarf nemandi að greiða próftökugjald til Frumherja sem annast verkleg próf kr. 18,920.- og sýslumanni fyrir Ökuskírteini kr. 8,000.-
Eftir skráningu hefur ökuskólinn samband við viðkomandi og bókar verklegan tíma. Verklegu tímarnir eru fjórir 45 mín. kennslutímar sem eru kenndir í tveim skiptum 90 mín. að lengd.
Skólinn sækir um verklegt próf hjá Frumherja.
Talsett vinnuvélanámskeið á netinu
Hafa samband: ovs@ovs.is